Til sölu

September 12th, 2010

Til sölu
 
Honda VTX 1800cc árgerð 2009 ekið 6 þús. km. töskur svört lítil rúða auka króm verð 2.800.000.
 
Honda Shadow 750cc árgerð 2006 ekið ca.14 þús km. töskur, bak, rúða, auka króm verð 1.050.000
 
uppl. í síma 867-2138 / 693-5629 
 
Sigurður Guðgeirsson.

Hér eru myndir af hjólunum, smelltu á myndina til að stækka hana.


Honda VTX 1800


Honda Shadow 750

Share

Siglufjörður 2. – 4. júlí 2010

June 28th, 2010

Sælir úlfar,

Hverjir ætla í helgarferðina á Sigló 2.júlí næstkomandi ? Lítill fugl hvíslaði því að mér að aðeins tveir Úlfar væru búnir að ákveða að fara (Gústi og Renzo). Ef það eru einhverjir fleiri sem ætla þá væri vænlegt ef þeir myndu commenta hér :)

Share

Grillveisla Kveldúlfa er á miðvikudaginn 16.júní 19:00 hjá Renzo

June 14th, 2010

Góðan dag matarklúbbsmeðlimir Kveldúlfa 😉

Grillveisla Kveldúlfa er á miðvikudaginn 16.júní 19:00 hjá Renzo í kópavoginum. Nánar tiltekið a Birkihvammi 15 – 200 kópavogi.

Allir að commenta sem ætla að mæta, svo við vitum hvað við þurfum að versla mikið inn.

Makar og börn sérstaklega velkomin :)

Share

Hvar er Úlfahjörðin

June 7th, 2010

Sælir Kveldúlfar.

Á fyrsta rúnt sumarsins mættu 3 Kveldúlfar til að hjóla + 1 á Húsbíl :)

Ætla einhverjir úlfar að taka hring annað kvöld ? þriðjudaginn 8.júní 2010. Hittingur klukkan 20:00 í Draumaís í Bæjarlindinni.
Þið megið endilega commenta ef þið ætlið að mæta :)

Annars er fyrsta helgarferðin samkvæmt planinu næstu helgi,

12.júní
Snæfellsnes, stykkishólmur, Baldur ferja, Brjánslækur – 2ja daga ferð.

Hver ætlar að skella sér í hana ?

Síðustjórnandi veit ekki um neinn sem ætlar að fara, og eru Kveldúlfarnir frekar seinir í gang í ár miðað við síðustu ár. En vonandi rætist nú eitthvað úr því þegar líður á :)

Share

Fyrsti þriðjudagsrúntur sumarsins er á morgun 1.júní 2010

May 31st, 2010

Sælir Kveldúlfar!

Fyrsti skipulagði þriðjudagsrúnturinn okkar er á morgun, þriðjudaginn 1.júní 2010 klukkan 20:00. Sú breyting verður á í sumar að við ætlum að hittast í bestu ísbúð heims, en það er Draumaís í Bæjarlind 14-16 Kópavogi.  ÓB bensín er þar skammt frá, þannig að þið getið tankað þar áður en við skellum okkur rúnt.

Þar sem það var arfaslök þátttaka á Skoðunardeginum (aðeins 2 úlfar mættu, BK og G.Guð), þá er vonast til betri þátttöku á morgun. Hvetjum alla Kveldúlfa til að mæta, hvort sem þeir ætla að hjóla eður ey (þessi skilaboð eru til dæmis til Hrólfs og Lenos) 😉

Sjáumst annað kvöld í blíðunni!

Fjölmennum!

Share

Skoðunardagur Arna í innri Njarðvík er laugardaginn 29.maí 2010

May 26th, 2010

Sælir Kveldúlfar!

Skoðunardagur Arna er næstu helgi í innri Njarðvík. Nánar tiltekið laugardaginn 29.maí 2010 frá 10:00 – 16:00 Þar er veittur 50% afsláttur af skoðunargjaldi bifhjóla.  Og boðið upp á grillaðar pylsur og kók í hádeginu.

Þurfa ekki einhverjir Úlfar að láta skoða hjólin sín ? :)

Það væri ráðlegt að leggja af stað í síðasta lagi klukkan 10:00, því eftir hádegi þarna myndast oft langar raðir.

Hverjir mæta ? Svara hér í comment eða skrifið í Gestabókina.

Share

Hópakstur Snigla, þann 1.maí – Kveldúlfar munu fjölmenna!

April 27th, 2010

Nú styttist í stærstu hópkeyrslu ársins. 1.maí – við Kveldúlfar munum að sjálfsögðu fjölmenna þangað.

Nánari lýsing:

1. maí – Látum í okkur heyrast !

Þann 1. maí hefur um árabil verið haldin forvarnardagur Snigla með hópkeyrslu um borgina til að minna aðra vegfarendur á að mótorhjólin eru komin út á göturnar. Þetta ár er engin undantekning og er ætlunin nú sem fyrr að minna rækilega á okkur á götum borgarinnar og á sama tíma vekja athygli á málstað okkar en fyrir alþingi liggur frumvarp til nýrra umferðarlaga, þar sem lítið tillit er tekið til athugasemda mótorhjólamanna.
Safnast verður saman á Laugaveginum frá klukkan 10:30, hann fylltur af mótorhjólum upp úr öllu (Laugarvegur verður lokaður umferð á meðan) Keyrslan sjálf leggur af stað 11:30 niður Bankastræti og þaðan um Vonarstræti milli alþingis og ráðhúss Reykjavíkur, þar sem ætlunin er að láta aðeins heyrast í hjólunum og / eða flauta til að vekja athygli á málstað okkar. Leiðin liggur svo um Hringbraut, Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut áður en keyrslan endar í Kauptúni gengt IKEA.

Aksturslýsing:
Fyrstu hjólin munu safnast saman við mót Bankastrætis og Laugavegar og þannig mynda röð eftir Laugaveginum. Búist er við á milli 600-1000 mótorhjólum svo að ef það fer að teygjast á hópnum er hægt að beina nokkrum hjólum upp á Skólavörðustíg. Mæting hjólanna er á milli 10:30 og 11:15 og mun keyrslan renna af stað stundvíslega kl 11:30. Ekið verður niður Bankastrætið og beygt til vinstri Lækjargötuna og svo til hægri inn Vonarstrætið. Ekin er Suðurgatan til vinstri og eftir henni að hringtorginu á Hringbraut sem verur lokað tímabundið. Hringbrautin er ekin að Bústaðavegi og Bústaðavegur að Kringlumýrarbraut. Kringlumýrarbraut er ekin að brúnni á Arnarneshæð þar sem ekið er til vinstri eftir Arnarnesvegi gegnum Garðabæ að nýju Reykjanesbrautinni. Loks er ekið eftir Reykjanesbrautinni að slaufunni við kauptún og endar keyrslan fyrir utan Kauptún.

Share

Ferðaplanið 2010 er komið inn !

March 3rd, 2010

Kæru Kveldúlfar.

Á síðasta kaffifundi var soðið saman uppkast af ferðaplani fyrir sumarið 2010 :)

Það er núna komið inn á síðuna undir “Ferðaplan 2010” – Það gæti breyst eitthvað, þannig að það er um að gera að fylgjast vel með síðunni :)

Share

2. kvöldfundur Kveldúlfa 1.mars 2010

February 26th, 2010

Starfandi stjórnarformaður hefur boðað til fundar næstkomandi mánudag á Rebel klippibúllu.

Fundurinn hefst mánudaginn 1.mars 2010 (afmælisdagur bjórsins) klukkan 20:00 á Rebel.

Vonandi sjáum við sem flesta úlfa á staðnum. Fáum okkur kaffi og förum yfir stöðu mála :)

Share

Kveldúlfa kvöld kaffi, á Rebel klippibúllu!

February 9th, 2010

Góðan daginn úlfarnir mínir.

Nú hefur félagsstarf að mestu legið niðri frá því í haust, og úlfarnir að mestu verið í hvíld frá hjólamennsku. En núna verður breyting á og ætlum við að hittast á mánudagskvöldum klukkan 20:00 á Rebel klippibúllu hjá Hrólfi :)

Taka spjall og kaffibolla, hrista hópinn aðeins saman fyrir sumarið og taka púlsinn á félagsmönnum. Við þurfum t.d. að fá það á hreint hvort Tumi sé búinn að kaupa sér hjól eður ei 😉

En fyrsti fundur ársins 2010 verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld 15.febrúar klukkan 20:00 á Rebel klippibúllu hjá Hrólfi (Nýbílaveginum við hliðina á american style). Sjáumst þá!

Share
Okkar merki

Ýmsar myndir

.